Skip to main content

Pallborðsumræður

Impact og Innovation

Pallborð Norrænna músíkdaga 2022 beina ljósi sínu á tvö innbyggð þemu hátíðarinnar. Nýsköpun hljóðfæra er í fókus með sýningu annars vegar og hinsvegar pallborðsumræðum tileinkaðri henni. Pallborðið Innovation fjallar um hljóðfærasmíði líðandi stundar og kerfi tónlistarsköpunar í boði Intelligent Instruments Lab. Impact pallborðið 1 og Impact pallborðið 2 skoða samhengi menntunar og aktívisma í tónlist.